Enginn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Þetta stað­festir Jóhann K. Jóhanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, við Frétta­blaðið. Þrjú smit greindust á landa­mærunum.

Þetta eru þó bráða­birgða­tölur en al­manna­varnir eru nú hættar að birta nýjar smit­tölur um helgar. Jóhann segir tíma til kominn að gefa starfs­fólki frí um helgar á meðan staða far­aldursins er ekki al­var­legri en hún er nú.

Fyrir­komu­laginu verði þó breytt til baka þyki á­stæða til á ein­hverjum tíma­punkti.

Vegna þess að um bráða­birgða­tölur er að ræða liggja upp­lýsingar um fjölda sýna sem tekin voru í gær ekki fyrir.