Enginn greindist með COVID-19 innanlands í gær en einn farþegi reyndist smitaður á landamærunum samkvæmt bráðabirgða tölum almannavarna.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, en ítrekar að um bráðabirgða tölur er að ræða.

Uppfærðar tölur um smit á föstudag og laugardag mun birtast á covid.is á morgun.

Í fyrradag greindist einn innanlands og var viðkomandi í sóttkví við greiningu. Um var að ræða fyrsta smitið sem greinist innanlands í viku.