Ekkert innan­lands­flug verður á morgun hjá Air Iceland Connect og Flug­fé­laginu Erni vegna ó­veðursins. Árni Gunnars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Iceland Connect, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að grannt sé fylgst með stöðunni.

„Við munum taka stöðuna á þessu á há­degi á morgun, hvernig flug­ferðum verður háttað um helgina,“ segir Árni. Fé­lagið flýgur eina auka­ferð í dag til Akur­eyrar og er búist við því að fullt verði í vélina.

Árni segir allt gert til að koma til móts við far­þega. Þó séu tak­mörk fyrir því sem hægt sé að gera á dögum þar sem mikil eftir­spurn er, þegar tak­markað sæta­pláss sé í boði.