Ekkert hættuástand er við Schiphol flugvöllinn í Amsterdam. Air Europa staðfesti þetta á Twitter í dag.

Hluta flugvallarins var lokað í kvöld vegna gruns um flugrán. Fregnir bárust um þrjá menn vopnaða hnífum en nú hefur komið í ljós að um hafi verið að ræða tilefnislausan ótta. Flugmaður vélar Air Europa, sem átti að leggja af stað til Madrid í kvöld, ýtti óvart á hnapp sem gaf til kynna að um hafi verið að ræða hættuástand í flugvélinni.

Hernaðarlögreglumenn mættu á vettvang og voru allar flugvélar kyrrsettar.