Síðasta áætlunarflugið milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur var flogið í gær. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur árum sem flugið stöðvast og hefur faraldurinn spilað þar inn í. En það eru Ernir og Icelandair sem hafa sinnt fluginu undanfarin ár.

Innviðaráðuneytið veitti styrk til að koma flugi milli lands og Eyja aftur á laggirnar eftir faraldurinn. Þá hafa Eyjamenn einnig getað nýtt sér 40 prósenta afslátt af fargjöldum í gegnum Loftbrúarverkefnið. Nú telur ráðuneytið ekki forsendur til að styrkja flugið áfram.