Enn eru gular og appel­sínu­gular við­varanir í gildi á nærri öllu landinu. Í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofunnar kemur fram að í dag verði all­hvöss eða hvöss suð­vestan­átt, en hvass­viðri eða stormur norð­vestan til á landinu og austur í Eyja­fjörð. Einnig hvessir veru­lega allra syðst, sem og í Ör­æfa­sveit.

Búast má við hviðum, sér­stak­lega þar sem að vindur þrengir sér yfir eða fyrir fjöll sem gætu orðið allt að 40 metrar á sekúndu. Skýrt er tekið fram að hús­bílar, hjól­hýsi og önnur öku­tæki sem taka á sig mikinn vind eigi ekkert erindi í svona veður.

Þá verður skýjað og rigning á köflum um landið vestan­vert, en víða létt­skýjað eystra. Þá verður hiti á bilinu 8 til 24 stig. Það verður svalast á Vest­fjörðum, en hlýjast á Austur­landi og ekki ó­lík­legt að í­búar og gestir á Héraði upp­lifi þessi hlýindi.

Fólk hvatt til að kynna sér gular og appel­sínu­gular við­varanir vel og haga ferðum sínum í sam­ræmi við þær. Nánari upp­lýsingar er hægt að fá á vef Veður­stofunnar og á twitter-vef Vega­gerðarinnar.

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á laugar­dag:

Vest­læg átt, 5-13 m/s og létt­skýjað, en líkur á þoku við suð­vestur- og vestur­ströndina. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast austan­lands.

Á sunnu­dag:

Fremur hæg suð­vest­læg eða breyti­leg átt. Bjart með köflum en þykknar upp um landið vestan­vert eftir há­degi og dá­lítil rigning norð­vestan til um kvöldið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á Suð­austur­landi.

Á mánu­dag:

Suð­vest­læg átt og að mestu létt­skýjað austan­lands, en dá­lítil rigning á vestan­verðu landinu um kvöldið. Heldur hlýrra.

Á þriðju­dag og mið­viku­dag:

Suð­læg átt og rigning með köflum, en þurrt að mestu og hlýtt á austan­verðu landinu.

Á fimmtu­dag:

Út­lit fyrir hæga suð­vest­læga eða breyti­lega átt. Skýjað vestast, en annars víða létt­skýjað. Fremur hlýtt í veðri.