Á­hyggjur hafa verið að aukast meðal vísinda­manna um að nýtt sér­­stakt af­brigði kórónu­veirunnar í Brasilíu sé meira smitandi.

Feli­pe Na­ve­­ca, að­­­stoðar­­­for­­­stjóri Oswaldo Cruz-stofnunarinnar, segir í sam­tali við BBC að nýja af­brigðið í Brasilíu er al­­­gjör­­­lega ó­­­­­skylt breska og suður afríska af­brigðinu. Verið er að rann­saka hvort bólu­efni virki gegn þessu nýja af­brigði.

Kári Stefáns­­son, for­­stjóri Ís­­lenskrar erfða­­greiningar, er ekki enn sann­­færður um brasilíska af­brigðið er meira smitandi en önnur þar sem hegðun fólks skiptir mestu máli um hvort veiran dreifist.

„Það er of­­boðs­­lega mikið af stökk­breytingum í þessari veiru. Ef maður veltir fyrir sér hvað er það sem ræður því hversu hratt þessi veira breiðist út þá er einn af faktorum er hversu smitandi af­brigðið er. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er hegðun fólks,“ segir Kári í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Við höfum fengið tölu­vert af þessu breska af­brigði sem er lík­­lega svo­lítið meira smitandi en veiran al­­mennt. Við höfum fengið fjöru­tíu til­­­felli hingað til Ís­lands en það hefur ekki breiðst út eins og eldur í sinu. Því við höfum verið með tak­­markanir á hegðun fólks,“ segir Kári.

„Ef við veltum fyrir okkur Amazon-frum­­skóginum þar sem fólk býr við hörmu­­legar að­­stæður og sjálf­­sagt mjög erfitt að hemja um­­­gengni fólks þannig ég ætla vera skeptískur til að byrja með.“

Hann segir að Ís­­lensk erfða­­greining hafi ekki sé sér­­s­taka á­­stæðu til að rýna sér­­stak­­lega í brasilíska af­brigðið en þau fylgjast hins vegar alltaf með þegar ný af­brigði verða til.

„En það er ekkert sem kemur út úr Amazon-frum­­skóginum enn þá sem við sjáum á­­stæðu til að hoppa í loftið yfir. Við fylgjumst með þessu en það er ekkert enn sem gefur okkur á­­stæðu til að vera skelfd,“ segir Kári að lokum.