Una Hildar­dóttir, for­seti Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga (LUF), segir um­ræðu um ungt fólk og á­stæður fyrir miklum fjölda CO­VID-19 smita í þeirra röðum á villi­götum. Mikil­vægt sé að ungt fólk fái að taka þátt í sam­talinu um fjölgun smita.

Til­efnið eru um­mæli Val­geirs Magnús­sonar, stjórnar­for­manns aug­lýsinga­stofunnar Pipar í morgunút­varpi Rásar 2 í morgun. Þar sagði hann að hár fjöldi smita fólks undir fer­tugu kalli á nýja nálgun í upp­lýsinga­gjöf.

Þar sagði hann meðal annars að svo virðist vera sem ungt fólk sjái ekki nægan til­gang í að breyta lífi sínu í ó­tak­markaðan tíma einungis fyrir al­manna­heill. Yngra fólk sé minna hrætt við að fá CO­VID-19 vegna radda um að ungt fólk veikist lítið.

„Ég stór­efa að mikið af unga fólkinu sé með [rakningar]appið því það sér ekki til­gang í því. Það þarf að vera töff að passa sig og hall­æris­legt að passa sig ekki,” sagði Val­geir.

Ó­hætt er að segja að um­mælin hafi vakið mikla at­hygli. Á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í dag skapaðist mikil um­ræða um um­mælin og þau harð­lega gagn­rýnd.

„Þetta snýst um virðingu og virðingar­leysi. Það er á­stæðan fyrir því að ungt fólk er brjálað yfir þessum um­mælum og um­ræðunni eins og hún er núna,“ segir Una í sam­tali við Frétta­blaðið. Mikil­vægt sé að borin sé virðing fyrir öllum ein­stak­lingum, óháð aldri.

„Við þurfum að standa saman. Og þetta er góð á­minning til fjöl­miðla á Ís­landi að tala við ungt fólk, gefa þeim tæki­færi á að tjá sig, sér­stak­lega í þeim mál­efnum sem snerta þau beint,“ segir Una.

„Þetta elur á aldurs­for­dómum, þegar talað er um ungt fólk eins og það beri ekki virðingu fyrir einu né neinu og sé ekki að taka þessu al­var­lega. Það er ekki hægt að stað­hæfa slíkt um einn hóp, enda svartir sauðir í öllum hópum.“

Ungt fólk kvíðið og veikist líka illa vegna CO­VID

Una er eins og áður segir for­seti Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga. Sam­bandið er þver­pólitískur sam­starfs- og sam­ráðs­vett­vangur ung­menna­fé­laga, mál­svari ungs fólks gagn­vart ís­lenskum stjórn­völdum sem talar fyrir hags­munum ungra Ís­lendinga. LUF hefur kannað líðan ung­menna á Ís­landi í CO­VID far­aldrinum.

„Ís­lenskum ung­mennum líður of­boðs­lega illa og eru veru­lega kvíðin út af CO­VID og þetta hefur tölu­verð á­hrif á þeirra and­legu heilsu. Og það er ekkert sem bendir til þess að þeim sé bara skít­sama um allt og ekkert stress. Þetta er ekkert svona ein­falt, að það sé ekki kúl eða töff og að það sé flott að gera þetta eða gera hitt,“ segir Una.

Ummæli Valgeirs um ungt fólk og faraldurinn hafa farið öfugt ofan í marga.
Fréttablaðið/GVA

Hún spyr sig hvort að um­ræðan væri hin sama ef að upp hefði komið hóp­smit meðal eldri borgara í sumar­bú­staða­byggð á Gríms­nesi.

„Það er alltaf verið að tala um ungt fólk og stöðu þeirra og hvað það sé að gera og hugsa, en það er ekki verið að tala við unga fólkið sjálft. Ungt fólk fær ekki tæki­færi til að taka þátt eða tjá sig í um­ræðunni um það sjálft og það er svo­lítið partur af reiðinni,“ segir Una.

Hún bendir á að ungt fólk veikist líka illa í CO­VID, óháð því sem hafi komið fram á Rás 2 í morgun. Hún kallar eftir því að fjöl­miðlar fjalli um reynslu­sögur þeirra.

„Það er of­boðs­lega mikil­vægt og ein­hverjir tala um það að ungt fólk taki þessu ekki eins al­var­lega af því að það verður ekki eins veikt, en það er fullt af ungu fólki á Ís­landi sem hefur fengið CO­VID og orðið veru­lega veikt,“ segir Una.

Ungt fólk mögu­lega ó­lík­legra til að geta unnið heima

Að­spurð að því hvers vegna svo mikið af ungu fólki smitist nú tekur Una fram að hún sé hvorki smit­sjúk­dóma­sér­fræðingur né fé­lags­fræðingur.

„En þetta gætu verið venjur og það hvernig við lifum lífinu. Mamma fer til dæmis út í búð einu sinni í viku en ég þrisvar. En ég hef séð ungt fólk sem virðir ekki tveggja metra regluna en líka gamalt fólk,“ segir Una.

Hún tekur fram að hún geti einungis talað fyrir sjálfa sig, svartir sauðir séu í öllum hópum.

„Svo velti ég því fyrir mér hvort á­stæðan fyrir því að ungt fólk á heims­vísu sé hlut­falls­lega að greinast mest með CO­VID sé vegna þess að mikið af ungu fólki er í þjónustu­störfum og eru þar af leiðandi í fram­línu störfum. Þau geta ekki unnið heima eins og margir.“