Alma Möller land­læknir segir stöðuna í heil­brigðis­kerfinu sjaldan verið þyngri frá upp­hafi Co­vid-19 far­aldursins. Heil­brigðis­kerfið vinni sem „einn maður“ en engu að síður hafi þurft að fresta að­gerðum sem þola bið en á­skorunin sé mikil.

Þetta segir land­læknir í há­degis­fréttum RÚV.

„Það er alveg ljóst að staðan hefur sjaldan eða aldrei verið þyngri frá því að far­aldurinn hófst. Þar er auð­vitað um að kenna bæði þessum mörgu smitum og mörgum sjúk­lingum sem þarf að sinna en líka því að fjöldi starfs­manna hefur þurft í ein­angrun og sótt­kví.“

Nú eru 133 starfs­menn Land­spítala í ein­angrun. Þá liggja 43 inni á spítalanum með Co­vid og á gjör­­gæslu eru sex, þar af fjórir í öndunar­­vél.

Hún segir að eins og staðan sé núna gangi bjart­sýnustu spár um fjölda inn­lagna enn eftir en ef þeim fjölgar enn frekar verði það „gríðar­leg á­skorun fyrir Land­spítala og heil­brigðis­kerfið í heild sinni.“

Margt hafi verið gert til að mæta á­laginu.

„Það er annars vegar verið að styrkja Land­spítalann, gjör­gæslur og legu­deildir. Þar er verið að færa til fólk til innan spítalans, þar er verið að færa fólk frá öðrum stofnunum og úr einka­rekna kerfinu og það er verið að breyta vakta­fyrir­komu­lagi“, segir Alma.

„Það er alveg ljóst að þetta er mikil á­skorun bæði til skemmri tíma og síðan til lengri tíma því að það er auð­vitað verið að fresta ýmiss konar þjónustu eins og skurð­að­gerðum sem þola bið. Það er ekkert annað að gera í stöðu sem þessari.“