Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, segir að enn sé langt í land þegar kemur að því að upp­ræta kyn­bundið of­beldi hér á landi. Þetta kom fram í máli Þor­gerðar þegar störf þingsins voru rædd á Al­þingi en 16 daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi hófst í dag á al­þjóð­legum degi gegn kyn­bundnu of­beldi.

Marta Goða­dóttir, her­ferða- og kynninga­stýra UN Wo­men, sem tekur þátt í á­takinu, greindi frá því í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag að til­kynningum um heimilis­of­beldi hafi víða í heiminum fimm­faldast og alls hafi 240 milljónir kvenna verið beittar of­beldi síðast­liðna 12 mánuði.

Ofbeldi skuggahlið COVID-19

„Sam­kvæmt Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni verður þriðja hver kona fyrir líkam­legu eða kyn­ferðis­legu of­beldi á ævi sinni um heim allan, oftast í nánum sam­böndum,“ sagði Þor­gerður og bætti við að fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi hafi borist í ár heldur en á sama tíma síðast­liðin þrjú ár.

Staðan væri nú sér­stak­lega slæm í miðjum heims­far­aldri en UN Wo­men hefðu bent á að konur og stúlkur um allan heim væru nú fastar heima með of­beldis­mönnum sínum. Þá fá þol­endur of­beldis ekki þá þjónustu sem þarf vegna skorts á fjár­magni en Þor­gerður sagði að um væri að ræða graf­alvar­lega stöðu.

„Það er því miður svo að kyn­bundið of­beldi er hrein og klár skugga­hlið af CO­VID-19. Þessi of­beldis­hrina er ekkert annað en skuggafar­aldur. Lang­tíma­af­leiðingar af slíku á­standi eru aug­ljósar og hljóta að eiga skilið mikla at­hygli af okkar hálfu hér á Al­þingi,“ sagði Þor­gerður og lagði til að unnið yrði að sér­stökum að­gerða­pakka til að koma í veg fyrir lang­tíma­af­leiðingar.

Ofbeldi stoppar ekki þegar faraldrinum lýkur

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­maður Við­reisnar, tók í svipaða strengi en hún sagði heimilið ekki lengur vera griða­staður fyrir margar konur, heldur orðinn hættu­staður. Hún sagði enn fremur að þrátt fyrir að of­beldið væri sam­tvinnað far­aldrinum þá muni það ekki hverfa á sama tíma og far­aldrinum lýkur.

„Ég hef miklar á­hyggjur af því að hér sé fram komin þung fé­lags­leg af­leiðing af þessu á­standi og af­leiðing sem gæti lifað á­fram ef ekki er gripið til að­gerða,“ sagði Þor­björg. Hún benti á að Ís­land væri efst á lista Al­þjóða­efna­hafs­ráðsins um kynja­jafn­rétti en þrátt fyrir það væri jafn­rétti ekki náð.

„Of­beldi er skýrasta birtingar­myndin sem við sjáum um kynja­ójafn­rétti í sam­fé­laginu,“ sagði hún enn fremur en hún sagði pólitík vera svarið við of­beldi. „Okkar árangur í jafn­réttis­málum náðist ekki bara með tímanum. Tíminn leiddi okkur ekki hingað, biðin ekki heldur. Þessum breytingum var náð í gegn með bar­áttu og við þurfum að halda á­fram.“


Ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi eða þekkir til einhvers sem hefur orðið fyrir ofbeldi er hægt að óska eftir aðstoð með því að hringja í neyðarlínuna 112 eða óska eftir netspjalli á vefsíðu Neyðarlínunnar 112.is. Einnig er hægt að hringja í lögreglu á viðeigandi landsvæði eða senda lögreglu skilaboð á Fecebooksíðum lögreglunnar og lögregla hefur samband til baka. Þá er Kvennaatkvarfið með neyðarnúmerið 561-1205 sem er opið allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar um aðstoð til þolenda má finna á vef heilsugæslunnar.