Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekkert annað vera í boði en að undirbúa fyrirhugað verkfall á föstudaginn. 

Verkfall hreingerningafólks á hótelum var samþykkt á föstudaginn síðasta. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallið til félagsdóms á þeim forsendum að atkvæðagreiðsla Eflingar hafi ekki verið samkvæmt lögum. 

Niðurstöðu Félagsdóms er að vænta á morgun, en Sólveig Anna segir forsvarsmenn Eflingar vera sannfærða að Félagsdómur dæmi stéttarfélaginu í vil. „Okkar tilfininng er góð og er viss um að við erum að fara að hittast 8. mars í verkfalli. Undirbúningur er í fullum gangi,“ segir Sólveig í samtali við Fréttablaðið. 

„Það er ekkert annað í boði en að undibúa verkfallið, við erum mjög sannfærð að það verði dæmt okkur í vil.“

 Verkfallið nær til allra sem vinna við herbergisþrif, þrif á almennum rýmum og þvott á hótelum og gistiheimilum á félagssvæði Eflingar; Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Hafnafjörður, Garðabær, Kjós, Grímsnes og Grafningarhreppur, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Ef Félagsdómur samþykkur verkfallið hefst það klukkan 10 á föstudagsmorgun.