Nokkrir tugir Fram­sóknar­manna funduðu með Einari Þor­steins­syni, odd­vita borgar­stjórnar­flokks Fram­sóknar í húsa­kynnum flokksins við Hverfis­götu í kvöld. Ekkert liggur þó enn fyrir um þátt­töku flokksins í meiri­hluta­við­ræðum.

„Það stóð aldrei til að taka á­kvörðun um við­ræður á þessum fundi,“ segir Einar.

Odd­vitar Sam­fylkingar, Pírata og Við­reisnar hafa lýst á­huga á að hefja meiri­hluta­við­ræður við Fram­sókn en flokkarnir þrír hafa gert með sér banda­lag um að halda saman í við­ræðum um myndun meiri­hluta. Við­reisn hefur þannig hafnað því að taka þátt í mögu­legum við­ræðum við Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokk.

„Þetta var í rauninni bara sam­ráðs­fundur og upp­lýsinga­fundur í ljósi þeirrar stöðu að val­kostunum hefur fækkað tals­vert, eftir að flokkar eru að úti­loka sam­starf við aðra,“ segir Einar.

Um fyrsta fé­lags­fundinn eftir kosningar var að ræða og Einar segir mikla gleði hafa ríkt á fundinum.

Einar segist hafa fullt um­boð flokksins til við­ræðna um myndun meiri­hluta í sam­vinnu við borgar­stjórnar­flokk sinn og næsta skref segir Einar vera fund borgarfulltrúa flokksins.

„Við hittumst á morgun og ræðum hvaða skref okkur langar að taka í fram­haldinu.

Sam­fylkingin, Píratar og Við­reisn hafa sam­tals tíu borgar­full­trúa og vantar tvo til að mynda meiri­hluta. Fram­sókn er með fjóra full­trúa og meiri­hluti þessara flokka yrði því skipaður fjór­tán full­trúum.