Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokk, Miðflokk og Framsókn á Akureyri.

RÚV greinir frá.

Hildur Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við RÚV og segir hún ástæðuna vera mikinn málefnalegan ágreining í fjölmörgum málum.

Þetta er í annað sinn sem meirihlutaviðræðum á Akureyri er slitið en viðræður L-listans, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar gengu ekki eftir í síðustu viku.

Sjö flokkar náðu kjörnum fulltrúa inn í bæjarstjórn Akureyrir í nýafstöðnum kosningum. L-listinn er stærstur með þrjá fulltrúa en alls sitja ellefu fulltrúar í bæjarstjórn.