Ekið var á barn á Njarðvíkurbraut um helgina. Lögreglan á Suðurnesjum segir nokkuð um slys í umdæminu á undanförnum dögum.

Drengurinn sem um ræðir var á reiðhjóli þegar ekið var á hann. Sagðist hann finna til verkja og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala.

Ung stúlka missti stjórn á vespunni sinni og skall með hökuna á gangstéttarbrun. Var hún flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Drengur slasaðist þegar hann féll af reiðhjóli sínu í Sandgerði. Lögreglan telur að hann hafi úlnliðsbrotnað en hann var fluttur á HSS.

Vinnslys varð á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Slysið var ekki alvarlegt að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.