Til­kynnt var um um­ferðar­slys í Mos­fells­bæ á áttunda tímanum í gær­kvöldi, en þar hafði bif­reið verið ekið á tíu ára stúlku sem var á gang­braut að fara yfir ak­braut.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að móðir stúlkunnar hafi farið með hana á slysa­deild þar sem slysið var ekki til­kynnt til lög­reglu eða sjúkra­flutninga. Vitni var að slysinu og er málið í rann­sókn. Ekki er vitað um á­verka stúlkunnar.

Lög­reglu var til­kynnt um mann í annar­legu á­standi í mið­borg Reykja­víkur um ellefu leytið í gær­kvöldi. Maðurinn var kominn í kjallara hótels þegar hann var hand­tekinn og vistaður sökum á­stands í fanga­geymslu lög­reglu.

Á sjötta tímanum í morgun var svo til­kynnt um inn­brot í hrað­banka í hverfi 105. Þrír menn voru hand­teknir og vistaðir í fanga­geymslu vegna rann­sóknar málsins.