Ekið var á mann á fimm­tugs­aldri á raf­hlaupa­hjóli í Hlíða­hverfi á áttunda tímanum í gær. Að sögn lög­reglu er ekki vitað um meiðsli mannsins en af ljós­myndum af dæmi virtist fram­rúða bílsins brotin. Svo virðist sem vegfarandi á rafhlaupahjóli hafi orðið fyrir jeppling á gatnamótunum við Eskihlíð.

Spurður um meiðsli mannsins segir Jóhann Karl Þóris­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn, að vegna per­sónu­verndar­sjónar­miða var lög­reglu meinað um upp­lýsingar um meiðsli mannsins af Lands­spítalanum.

„Lög­reglan hafði sam­band við vakt­stjóra á bráða­mót­töku og fékk þau skila­boð að þeim væri ó­heimilt að gefa upp upp­lýsingar um við­komandi,“ segir Jóhann Karl.

Sjúkrabíll og lögregla mættu á vettvang í gærkvöldi og tók lögreglan myndir af vettvangi eftir að sjúkrabíllinn fór.