Nokkuð var að gera hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Í hverfi 108 var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ þar sem tjón­valdur yfir­gaf vett­vang.

Hann sagðist hafa ekið á kyrr­stæða bif­reið á bif­reiða­stæði við vín­búð, farið svo inn í verslunina og svo ekið af vett­vangi skömmu síðar. Stuttu síðar voru höfð af­skipti af honum og hann hand­tekinn og vistaður í fanga­geymslu.

Þá var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Hafnar­firði en þar var bíl ekið á ljósa­staur. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að HS veitur hafi mætt á vett­vang vegna ljósa­staursins og slökkvi­liðið hafi mætt vegna olíu­leka. Far­þegi í bif­reiðinni ætlaði að leita sér að­stoða á bráða­deild vegna eymsla í fæti.

Rétt eftir mið­nætti var til­kynnt um þjófnað í verslun í Kópa­vogi. Lög­regla hafði þá af­skipti af tveimur mönnum sem eru grunaðir um þjófnað, vörslu fíkni­efna og brot á vopna­lögum.

Þá voru einnig höfð af­skipti af öku­mönnum sem voru grunaðir um akstur undir á­hrifum eða höfðu ekki öku­réttindi.