Ekið var á gangandi veg­far­enda í Vestur­bæ Reykja­víkur, úti á Granda, um klukkan 11.30 í dag.

Ein­stak­lingurinn hefur verið fluttur á slysa­deild til að­hlynningar en að sögn varð­stjóra hjá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins er ekki vitað hversu slasaður ein­stak­lingurinn er.

Að sögn sjónar­votta var nokkuð við­búnaður á vett­vangi en því ætti að vera lokið núna.