Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti ýmsum verk­efnum í gær­kvöld og nótt en meðal annars bárust til­kynningar um tvö um­ferðar­ó­höpp. Á níunda tímanum í gær barst lög­reglu til­kynning um um­ferðar­slys í Hafnar­firði. Ekið hafði verið á gangandi veg­faranda sem hlaut minni­háttar meiðsli eftir at­vikið.

Á svipuðum tíma í mið­bænum varð um­ferðar­ó­happ þegar öku­maður keyrði á. Öku­maðurinn reyndist vera undir á­hrifum á­fengis og sviptur öku­réttindum. Hann gistir í fanga­geymslu lög­reglu þar til af honum rennur.

Lög­regla hafði af­skipti af fleiri öku­mönnum sem grunaður voru um akstur undir á­hrifum á­fengis og vímu­efna. Einn þeirra reyndist vera svipur öku­réttindum.

Þá var til­kynnt um há­vaða í heima­húsi í mið­bænum klukkan hálf eitt í nótt. Þegar lög­reglu bar að garði lofaði hús­ráðandi að lækka í tón­listinni.