Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs rétt um hálf níu leytið í morgun.

Viðkomandi var fluttur mikið slasaður á slysadeild samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu en mikið var um lögreglu-, sjúkra-, og slökkviliðsbíla.

Lokað var fyrir umferð um tíma sem hefur nú verið opnað fyrir aftur samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Ekki fengust frekari upplýsingar um málið þegar leitað var eftir því.