Ekið var á gangandi vegfarenda við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var einn fluttur alvarlega slasaður á slysadeild.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi og er vinnu þar enn ekki lokið og má því gera ráð fyrir því að vinna viðbragðsaðila hafi einhver áhrif á umferð.