Bif­reið var ekið á sex­tán ára pilt á raf­hlaupa­hjóli í Hlíðunum á sjötta tímanum í gær. Á­keyrslan virðist hafa verið hörð því vitni kvaðst hafa séð manninn lenda á götunni eftir að hafa farið í loft­köstum.

Pilturinn fann til eymsla í hand­legg og leikur grunur á að hann hafi brotnað. Hann var fluttur með sjúkra­bíl á slysa­deild, en hjólið var flutt að heimili hans þar sem rætt var við for­ráða­mann. Bif­reiðin var ó­öku­hæf eftir slysið og var fjar­lægð af vett­vangi með Króki.

Um svipað leyti var ekið á hjól­reiða­mann við Dala­torg í Kópa­vogi. Maður var að hjóla yfir ak­braut á gang­braut þegar ekið var á hann og fann hann til eymsla í mjöðm og hné.

Rétt fyrir klukkan 19 í gær­kvöldi var svo ekið á annan hjól­reiða­mann í Hafnar­firði. Öku­maðurinn reyndist ekki hafa gild öku­réttindi og var bif­reiðin þar að auki ó­tryggð. Skráningar­númer voru tekin af henni, að sögn lög­reglu, en engar upp­lýsingar koma fram um meiðsl hjól­reiða­mannsins.