Ekið var á mann á mótorhjóli við gatnamót Bústaðarvegar og Sogavegar á tólfta tímanum. Ökumaðurinn kastaðist af hjólinu eftir árekstur við bíl. Annað hjólið losnaði af mótorhjólinu við höggið.

Maðurinn var með meðvitund og var  fluttur á sjúkrahús. 

Að sögn slökkviliðsins er ekki talið að maðurinn sé alvarlega slasaður.