Ekið var á barn á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var sjúkrabíll sendur á vettvang en ekki er talið að meiðsl barnsins séu alvarleg. Var það flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Fréttin hefur verið uppfærð.