Niðurstöður úr eiturlyfjaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands tók á föstudaginn hafa verið birtar og eru þær neikvæðar.

Þetta kemur fram á Finnska fréttamiðlinum Yle en Sanna Marin tók prófið að eigin frumkvæði eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást dansa og skemmta sér í samkvæmi í heimahúsi.

Gagnrýnendur hennar höfðu ásakað hana um að hafa neytt eiturlyfja en talað hefur verið um að orðið „duft“ hafi heyrst kallað í myndbandinu sem bendi til kókaínneyslu.

Enginn eiturlyf fundust í prófinu sem styður fullyrðingar Sönnu Marin sem segist ekki hafa neitt eiturlyfja þetta kvöld.

Sanna Marin hefur áður tjáð sig um málið og sagt að hún hafi einungis gert hluti sem séu með öllu löglegir

„Ég hef ekki notað nein fíkniefni, önnur en áfengi. Ekki heldur verið í aðstöðu þar sem aðrir í kringum mig séu að nota fíkniefni. Ég var að dansa, syngja, skemmta mér, faðma vini mína, allt sem er fullkomlega löglegt,“ sagði hún.

Dansað til stuðnings Sönnu

Fjöldamargir stuðningsaðilar forsætisráðherrans birtu myndbönd af sér um helgina til stuðnings Sönnu Marin þar sem þeir dönsuðu henni til samlætis. Bent hefur verið á að gagnrýni á hendur henni sé gamaldags og að fjöldamargir karlkyns forsætisráðherrar hafi sýnt af sér sambærilega hegðun án þess að það hafi verið tiltökumál.