Eitt virkt kór­ónu­veiru­smit greind­ist við skimun á landa­mær­um Íslands í gær, beðið er eftir mótefnamælinga tveggja smita. Þá greindust tvö ný smit innanlands í gær.

Eru nú 63 virk smit á land­inu.

Tek­in voru 880 sýni á landa­mær­um í gær og 146 á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans. 373 einstaklingar eru nú í sóttkví og fjölgar þeim um 11 á milli daga.

Ný­gengi sjúk­dóms­ins, ný virk smit á hverja 100.000 íbúa innanlands síðustu 14 daga, er nú 11,2. og 5,2 á landamærum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reyisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Frekari upp­lýsingar má sjá á töflu al­manna­varna hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega stóð að ekkert nýtt innanlandssmit hafi greinst í gær. Er það vegna þess að tölur um innanlandssmit höfðu ekki verið uppfærðar klukkan ellefu en rétt er að tvö innanlandssmit greindust.