Eitt COVID-19 smit greindist innan­lands í gær. Einstaklingurinn var utan sóttkvíar við greiningu.

Einn farþegi greindist á landamærunum í gær en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

Fjórtán eru nú inniliggjandi á covid-göngudeild Landspítalans. 40 eru í einangrun og með virkt smit og 21 í sóttkví

1.313 sýni voru tekin innanlands í gær, töluvert fleiri en síðustu daga. Þá voru 244 sýni tekin á landamærum.

Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smita á hverja 100 þúsund íbúa, er 5,5 og nýgengi landamærasmita er 5.

Alls hafa 4820 verið bólusettir enn sem komið er en bólusetning heilu árganganna hófst í morgun og fer fram á Suðurlandsbraut 34. Um helgina voru allir 90 ára og eldri boðaðir í bólusetningu með SMS-skeyti. Einnig verður boðið upp á opið hús fyrir alla þá sem komast ekki á réttum tíma. Hópurinn telur alls rúmlega 2.300 manns.

Lyfjastofnun hafa alls borist 219 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. 147 vegna bóluefnis Pfizer og 72 vegna bóluefnis Moderna.