Eitt kórónaveirusmit greindist eftir blaðamannafund almannavarna í kvöld. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir staðfesti þetta í kvöldfréttum RÚV. Hann segir líklegt að smitið tengist hópsýkingu sem kom upp fyrir helgi.

Smitið sem greindist var nýtt smit en Þórólfur segir að nú þurfi að íhuga nýjar nálganir til að ná einstaklingum áður en þeir fara að smita frá sér. Fimm virk smit eru nú á landinu og tæplega 450 einstaklingar í sóttkví. Líkur eru á að fleiri þurfi að fari í sóttkví næstu vikur vegna smitsins sem greindist síðdegis í dag.

Þór­ólfur brýndi fyrir lands­mönnum að gæta betur að sér á upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Það er greini­legt að fólk er farið að slaka mjög, mjög mikið á, þetta eru orðnar kjör­að­stæður fyrir veiruna til að geta náð sér á strik aftur ef hún kemst á annað borð inn í svona partí.“

Sótt­varna­læknir greindi einnig frá því að í ljósi hóp­sýkingar sem varð um helgina yrði hvorki hægt að slaka á fjölda­tak­mörkunum, auka ferða­manna­kvóta né lengja opnunar­tíma skemmti­staða.

Þórólfur segirað ekki verði hægt að slaka á fjöldatakmörkunum í ljósi hópsýkinga.
Fréttablaðið/Anton Brink