Í gær greind­­ist eitt COVID-19 smit inn­­­an­l­­ands og var hinn smit­að­i í sótt­kví. Í fyrr­­a­­dag greind­­ust þrjú smit inn­­an­l­ands og voru þau öll utan sótt­kv­í­­ar.

Eitt smit greind­­­ist á land­­­a­­­mær­­­un­­­um og greind­­­ist það í seinn­­­i land­­­a­­­mær­­­a­sk­­im­­­un. Dag­inn áður greind­ust fjög­ur COVID-19 smit á land­a­mær­un­um og voru þrír með mót­efn­i.

Nú eru 28.056 eru full­b­ól­­u­­sett­­ir hér á land­­i og ból­­u­­setn­­ing haf­­in hjá 33.078 til við­b­ót­­ar.

Þeim sem eru á sjúkr­a­hús­i vegn­a COVID-19 fjölg­ar um einn mill­i daga og eru nú tveir inn­i­liggj­and­i af þeim sök­um. Tals­verð fjölg­un er í hópi þeirr­a sem eru í sótt­kví og eru þeir nú 199 en voru 147. Tíu færr­i eru í ein­angr­un, alls 83. Nú eru 1130 í skim­un­ar­sótt­kví.

Tek­in voru 763 ein­kenn­a­sýn­i hjá sýkl­a- og veir­u­fræð­i­deild Land­spít­al­ans og Ís­lenskr­i erfð­a­grein­ing­u í gær. Þá voru 743 sýni tek­in á land­a­mær­un­um eða í seinn­i land­a­mær­a­skim­un. Þá voru tek­in 210 sýni í svo­kall­aðr­i sótt­kví­ar- og hand­a­hófs­skim­un.

Regl­u­gerð um til­slak­ir í sótt­van­að­gerð­um á að taka gild­i á morg­un en Svan­dís Svav­ars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herr­a sagð­i í gær að ekki væri út­i­lok­að að því yrði breytt ef mörg smit greind­ust á­fram utan sótt­kví­ar. Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir lagð­i til við ráð­herr­a að regl­u­gerð­in tæki gild­i á föst­u­dag­inn.

Sam­kvæmt henn­i mega 20 koma sam­an, í­þrótt­a­starf verð­ur heim­il­að og sund­laug­ar og lík­ams­rækt opna með leyf­i fyr­ir helm­ing­i gest­a.

Frétt­in hefur verið upp­færð.