Í gær greind­ist eitt COVID-19 smit inn­an­lands og var sá í sótt­kví. Ekkert smit hefur greinst utan sótt­kví­ar síð­an 8. mars. Eitt smit greind­ist dag­inn áður og var sá ein­stak­ling­ur í sótt­kví. Engin smit greind­ust á föst­u­dag og laug­ar­dag.

Við land­a­mær­in greind­ust 3 smit við land­a­mær­in , öll í seinn­i skim­un.

Alls voru tek­in 375 sýni af Land­spít­al­an­um og Ís­lenskr­i erf­ið­a­grein­ing­ar.

Þrjátíu eru nú í einangrun, en voru 27 í gær. 24 eru nú í sóttkví, en voru 52 í gær. Alls eru 830 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er nú 2,2 en var 1,9 í gær. Nýgengi landamærasmita er nú 6,3 líkt og í gær.

Ból­u­setn­ing­ar hald­a á­fram hér­lend­is þrátt fyr­ir að á­kveð­ið hafi ver­ið að stöðv­a tím­a­bund­ið ból­u­setn­ing­ar með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca. Fleir­i ríki hafa grip­ið til sömu ráð­staf­an­a, til að mynd­a Dan­mörk og Ír­land vegn­a ótta um tengsl­a mill­i blóð­tapp­a og ból­u­efn­is­ins. Al­þjóð­a­heil­brigð­is­mál­a­stofn­un­in seg­ir ekk­ert bend­a til þess að tengsl séu mill­i ból­u­efn­is­ins og blóð­tapp­ann­a.

Örygg­is­nefnd Lyfj­a­stofn­un­ar Evróp­u seg­ir á ár hvert fengj­u þús­und­ir blóð­tapp­a af alls­kon­ar á­stæð­um. Ekkert bent­i til þess að þett­a hlut­fall væri hærr­a hjá fólk­i sem hefð­i feng­ið ból­u­efn­i AstaZ­en­e­ca en þeim sem hefð­u ekki feng­ið það.

Alls hafa 47.059 skammtar bóluefnis verið gefnir hérlendis og 34.171 einstaklingar fengið að minnsta kosti einn skammt. Bólusetning er hafin á 21.283 einstaklingum til viðbótar og 12.888 einstaklingar verið fullbólusettir.

Alls hafa 6.087 manns nú greinst með COVID-19 hérlendis frá því faraldurinn hófst í lok febrúar. Þá hafa 29 dauðsföll verið rakin til faraldursins á Íslandi.

Ný reglugerð

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, hefur skilað inn nýjum til­lögum að sótt­varnar­reglum til Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra. Nú­verandi reglu­gerð gildir til og með 17. mars næstkomandi. Ný reglu­gerð tekur því gildi strax á fimmtu­dag. Þór­ólfur hefur lítið vilja gefa upp um hvað felst í nýjum til­lögum, þó ekki verði um miklar til­slakanir að ræða.

Fréttin hefur verið uppfærð.