Litlu mátti muna að illa færi þegar stórgrýti rann niður brekku og endaði inn í íbúðarhúsi í Honolulu á Hawaii um helgina. Caroline Sasaki, íbúi í húsinu, var nokkrum skrefum frá því að verða fyrir grjótinu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir miðnætti á laugardagskvöld og eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Bifreið fyrir utan húsið skemmdist einnig.
Húsið sem um ræðir er splunkunýtt og var fjölskyldan enn að koma sér fyrir eftir að hafa fengið það afhent í síðustu viku. „Ég hef ekki séð myndbandið en mér er sagt að ef ég hefði tekið eitt skref í viðbót væri ég sennilega ekki hér,“ segir Caroline í samtali við KHON 2-sjónvarpsstöðina.
Töluverðar framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði og þykir ekki ólíklegt að jarðrask hjá verktökum á svæðinu hafi átt sinn þátt í hvernig fór.
A massive boulder smashed through a home in Palolo Valley almost hitting the owner inside. @KHONnews #news#breakingnews#hawaii#khon2news pic.twitter.com/KGoVLXeaDJ
— Max Rodriguez (@maxrrrod) January 30, 2023