Litlu mátti muna að illa færi þegar stór­grýti rann niður brekku og endaði inn í í­búðar­húsi í Honolulu á Hawa­ii um helgina. Caroline Sa­saki, íbúi í húsinu, var nokkrum skrefum frá því að verða fyrir grjótinu eins og með­fylgjandi mynd­band sýnir.

At­vikið átti sér stað skömmu fyrir mið­nætti á laugar­dags­kvöld og eins og sjá má urðu tölu­verðar skemmdir á húsinu. Bif­reið fyrir utan húsið skemmdist einnig.

Húsið sem um ræðir er splunku­nýtt og var fjöl­skyldan enn að koma sér fyrir eftir að hafa fengið það af­hent í síðustu viku. „Ég hef ekki séð mynd­bandið en mér er sagt að ef ég hefði tekið eitt skref í við­bót væri ég senni­lega ekki hér,“ segir Caroline í sam­tali við KHON 2-sjón­varps­stöðina.

Tölu­verðar fram­kvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði og þykir ekki ó­lík­legt að jarð­rask hjá verk­tökum á svæðinu hafi átt sinn þátt í hvernig fór.