Einn greindist með kórónu­veiru­smit í skimun við landa­mærin í gær. Alls voru 961 teknir í sýna­töku við landa­mærin. Ekki er vitað hvort ein­stak­lingurinn sé með gamalt eða nýtt smit en hann fer nú í mót­efna­mælingu sem mun skera úr um það.

Ekki er ljóst hvaðan ein­stak­lingurinn var að koma eða hvort hann hafi verið ís­­lenskur eða er­­lendur ferða­­maður.

Auk þeirra 961 sýna sem voru tekin við landa­mærin voru 64 tekin hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítala. Ekkert þeirra reyndist já­kvætt. Á landinu eru nú 344 í sótt­kví, tals­vert færri en í gær þegar 479 voru í sótt­kví. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Oftast gömul smit


Al­gengt hefur verið að þeir sem greinist í skimuninni séu með gamalt smit og því ekki smitandi. Áðan var greint frá því að að­eins einn þeirra þriggja sem greindust með já­kvætt sýni á föstu­dag hafi í raun verið smitandi. Hinir mældust með mót­efni gegn veirunni.

Fyrir utan þann sem greindist í gær og ó­víst er um hvort sé í raun smitandi hafa að­eins þrír greinst með virk smit síðan skimun við landa­mærin hófst síðasta mánu­dag, 15. júní. Aðrir sex hafa greinst með veiruna en síðar komið í ljós að þeir væru með gamalt smit.

Skimunar­verk­efnið verður endur­metið eftir næstu viku en fyrstu tvær vikur þess eru hugsaðar sem til­rauna­stig.