Einn greindist með kórónu­veiru­smit innan­lands í gær. Fjór­tán greindust við landa­mærin. Þetta stað­festir Jóhann K. Jóhanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, við Frétta­blaðið.

Hann tekur fram að þetta séu bráða­birgða­tölur en eins og greint var frá í gær eru al­manna­varnir nú hættar að birta nýjar smit­tölur á co­vid.is um helgar.

Ekki liggja fyrir upp­lýsingar um fjölda sýna sem tekin voru á landinu í gær, hvorki við landa­mærin né innan­lands.

Ekkert innan­lands­smit greindist á föstu­dag og hafa smitin verið fá síðast­liðna daga. Hingað til hafa þó iðu­lega greinst fleiri smit yfir helgar í far­aldrinum en á virkum dögum, enda virðast mun færri mæta í sýna­töku um helgar.