Einn einstaklingur greindist með COVID-19 síðastliðinn sólarhring og var sá aðili í sóttkví við greiningu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum en um er að ræða bráðabirgðatölur og verða allar nýjustu tölur uppfærðar á vefnum covid.is á morgun, mánudaginn 7. júní.

Við landamærin greindust þrjú smit, tvö þeirra bíða mótefnamælinga.

Í gær greindust þrjú með COVID og voru þau einnig í sóttkví.