Einn einstaklingur greindist með COVID-19 síðastliðinn sólarhring innan sóttkvíar. Tvö greindust á landamærum en ekki er búið að birta niðurstöður úr mótefnamælingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Nýjustu tölur verða uppfærðar á covid.is, á morgun mánudag 14. júní.

Staðan hefur verið nokkuð stöðug á Íslandi þegar kemur að smitum. Fá hafa greinst síðustu vikur, í gær voru engin smit, hvorki innanlands né á landamærum og öll þau greindust með COVID-19 þessa vikuna voru í sóttkví.