Í gær greindist einn með kórónu­veiruna innan­lands í gær og var það utan sóttkvíar. Er um að ræða fyrsta smitið utan sóttkvíar síðan 1. febrúar. Enginn greindist í fyrra­dag en einn á föstu­dag, sá var í sóttkví.

Þá greindust tveir á landamærunum en var annar með mótefni.

Alls voru tekin 982 sýni á landamærunum um helgina og 320 einkennasýni.

Alls eru 13 í ein­angrun sem er fækkun um einn frá því fyrir helgi en þá voru 14 í ein­angrun. Alls voru 17 í sótt­kví fyrir helgi en eru nú fjórir.

Ný­gengi innan­lands­smita er nú 0,8 og 2,7 á landa­mærunum en miðað er við fjór­tán daga ný­gengi á hverja 100 þúsund íbúa.

Bólusetja 81 árs og eldri

Búið er að bólu­setja 12.564 ein­stak­linga að fullu og er bólu­setning hafin hjá 7.029 ein­stak­lingum til við­bótar. Í þessari viku á að bólu­setja ein­stak­linga sem eru 81 árs og eldri.

Að því er kemur fram á vef Lyfja­stofnunar hafa 396 til­kynningar borist vegna gruns um auka­verkun í kjöl­far bólu­setningar gegn CO­VID-19, af þeim eru 21 talin alvarleg.

Fréttin hefur verið uppfærð.