Stjórnsýsla

Eitt hundrað milljóna króna framúrakstur

Mikið og gott útsýni er yfir Þingvelli af Hakinu. Fréttablaðið/Pjetur

Framkvæmdir við nýbyggingar þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu voru í lok maí komnar um 70 milljónir króna fram úr kostnaðaráætlun. Sýningarkostnaður hækkaði um 30 milljónir.

Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður fór yfir stöðu framkvæmdanna á síðasta fundi Þingvallanefndar sem var 30. maí. „Framkvæmdir við anddyri eru að klárast og sýningarsalur í undirbúningi. Hefja á framkvæmdir við hellulögn utanhúss á næstu vikum,“ segir í fundargerð nefndarinnar.

Helstu skýringar á framúrkeyrslunni í kostnaðinum eru sagðar magnbreytingar í steypu og jarðvegsvinnu, meira eftirlit hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og aukinn hönnunarkostnaður eftir að áætlun lauk.

Þá segir að kostnaður við sýningu hækki úr 320 milljónum í um 350 milljónir. „Þar koma til viðbætur í þremur sýningaratriðum, viðbætur við hljóðvist og frágangur við rafmagn.“ Þjóðgarðsvörður benti sérstaklega á að sýningin muni skila tekjum á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnsýsla

Stjórnin skoðar tíðar kvartanir undan starfsfólki Félagsbústaða

Stjórnsýsla

Leggja til breytingar á lögum um tjáningar- og upplýsingafrelsi

Stjórnsýsla

Sagði bílstjórana sjá um greiðslu til Elju

Auglýsing

Nýjast

Lægðirnar bíða við landið í röðum

Ey­þór: Meiri­hlutinn þarf að líta í eigin barm

Veita milljónir í sérnámsstöður heilsugæslunnar

Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi

Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli

Gefin vika til að svara um Minden

Auglýsing