Innlent

Eitt at­vik til rann­sóknar um í­grædd lækninga­tæki

Lyfjastofnun kallaði eftir svörum frá stofnunum og fyrirtækjum í desember varðandi ígrædd lækningatæki í kjölfar umfjöllunar Al­þjóða­sam­taka rann­sóknar­blaða­manna, ICIJ, þar sem full­yrt var að fjöldi í­græddra lækninga­tækja upp­fylli ekki þær öryggis­kröfur sem gera verður til slíkra tækja.

Lyfjastofnun sendi bréf til ýmissa stofnanna og fyrirtækja í desember Fréttablaðið/Eyþór

Lyfjastofnun bárust aðeins 34 svör við útsendum bréfum sínum varðandi ígrædd lækningatæki í kjölfar umfjöllunar Al­þjóða­sam­taka rann­sóknar­blaða­manna, ICIJ, þar sem full­yrt var að fjöldi í­græddra lækninga­tækja upp­fylli ekki þær öryggis­kröfur sem gera verður til slíkra tækja, og að eftir­liti með þeim sé á­bóta­vant.

Lyfjastofnun sendi út 361 bréf til stofnanna og fyrirtækja og bárust, eins og fyrr segir, 34 svör. Af þeim 34 er aðeins eitt atvik sem tilkynnt var sem nú er til skoðunar hjá stofnuninni.

Í tilkynningu frá stofnuninni í byrjun janúar segir að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um þetta eina atvik þar sem skoðun þess sé á frumstigi og að birtar verði upplýsingar um þau atvik sem skoðuð verði birtar á vef stofnunarinnar um leið og hægt er að birta þær.

Sjá einnigKalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Fram kemur í frétt á heimasíðu stofnunarinnar að 28 viðtakendur bréfsins hafi staðfest að ekkert atvik hafi komið upp. Þá bárust fimm svör sem vörðuðu ekki atvikatilkynningar heldur upplýsingar um, til dæmis, að viðkomandi selji ekki lækningatæki.

Tilkynningu stofnunarinnar er hægt að lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Innlent

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Innlent

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Auglýsing

Nýjast

Öldungar­deildar­þing­maðurinn Kamala Har­ris til­kynnir for­seta­fram­boð

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

Auglýsing