Ei­ríkur Guð­munds­son, út­varps­maður og rit­höfundur, er látinn, 52 ára að aldri. Ei­ríkur var fæddur 28. septem­ber 1969 í Bolungar­vík.

Greint er frá and­láti Ei­ríks á vef RÚV en hann starfaði lengst af við dag­skrár­gerð á sviði menningar hjá Rás 1 og hafði meðal annars um­sjón með Víð­sjá og Lestinni.

Ei­ríkur út­skrifaðist frá Mennta­skólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í al­mennri bók­mennta­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 1991 og meistara­prófi í ís­lenskum bók­menntum frá HÍ árið 1995.

Auk þess að starfa í út­varpi skrifaði Ei­ríkur skáld­verk og kom hans fyrsta bók, 39 þrep á leið til glötunar, út árið 2004. Bók hans 1983 var til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­launanna árið 2013 en hans síðasta bók, Rit­gerð mín um sárs­aukann, kom út árið 2018.