Ei­ríkur Björn Björg­vins­son, sviðs­stjóri og fyrr­verandi bæjar­stjóri á Akur­eyri og á Fljóts­dals­héraði, leiðir lista Við­reisnar í Norð­austur­kjör­dæmi í komandi þing­kosningum. Sig­ríður Ólafs­dóttir, mann­auðs­ráð­gjafi og mark­þjálfi, skipar 2. sæti á listanum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Við­reisn.

„Ei­ríkur, sem er menntaður í­þrótta­fræðingur, hefur sterk tengsl við kjör­dæmið. Hann var í­þrótta- og tóm­stunda­full­trúi á Egils­stöðum frá 1994 til 1996 og tók þá við starfi deildar­stjóra í­þrótta- og tóm­stunda­deildar Akur­eyrar­bæjar. Árið 2002 var hann ráðinn bæjar­stjóri sveitar­fé­lagsins Austur-Héraðs. Tveimur árum síðar var hann ráðinn bæjar­stjóri Fljóts­dals­héraðs sem varð til við sam­einingu sveitar­fé­laga á Austur­land,“ segir í til­kynningu Við­reisnar.

Að­spurður hvers vegna hann býður sig fram fyrir Við­reisn segir hann hug­mynda­fræði og grunn­stefnu flokksins falla vel að hans gildum.

„Það er frjáls­lyndi og jafn­rétti, rétt­látt sam­fé­lag, efna­hags­legt jafn­vægi og al­þjóð­leg sam­vinna.“

„Sig­ríður, sem alltaf er kölluð Sigga, hefur búið á Akur­eyri í aldar­fjórðung. Hún er menntuð í upp­eldis- og menntunar­fræði, stjórnun og með PCC-vottun sem mark­þjálfi. Sigga starfaði í tæp tuttugu ár sem ráð­gjafi og stjórnandi hjá Gallup/Capacent en stofnaði árið 2017 eigið ráð­gjafa­fyrir­tæki á Akur­eyri, Mögnum. Þar sinnir hún meðal annars mark­þjálfun, fræðslu og mann­auðs­ráð­gjöf,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.

Sigga kveðst hafa gengið til liðs við Við­reisn meðal annars vegna þess að flokkurinn sé lausna­miðaður og ó­hræddur við að hugsa hlutina upp á nýtt, líkt og hún.

„Í störfum mínum undan­farin ár hef ég unnið með fólki og skipu­lags­heildum sem hafa það að mark­miði að læra og ná árangri. Mig langar að færa það yfir í víðara sam­hengi, yfir á allt sam­fé­lagið. Við­reisn vill ná árangri og að við sem sam­fé­lag eflumst og lærum hvort af öðru. Þess vegna er ég í fram­boði fyrir Við­reisn.“