Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með COVID-19.

Heilli deild á annarri hæð A-húss hefur verið lokað fyrir heimsóknum til að gæta fyllsta öryggis.

Forsvarsfólk Eirar segir í tilkynningu að gripið hefur verið til allrar varúðarráðstafana.

Starfsmaðurinn greindist í gær með COVID-19 og var síðast í vinnu á sunnudagskvöld.

Íbúar sem viðkomandi starfsmaður sinnti eru nú komnir í sóttkví ásamt öðrum starfsmönnum. Aðstandendum íbúanna hefur verið tilkynnt um aðstæður

Í sóttkví eru alls sjö íbúar og fjórir starfsmenn.

Fréttablaðið greindi frá því í ágúst þegar starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ greindist með COVID-19. Hafði sá mætt stuttlega til vinnu áður en hann greindist og þurfti að setja tíu manna deild í sóttkví.