Einungis tvær konur voru í hópi launa­hæstu íbúa Fjarða­byggðar og Múla­þingi í fyrra. Þær María Ósk Krist­munds­dóttir og Þóra Soffía Guð­munds­dóttir eru báðar bú­settar í Múla­þingi og eru í 16. og 22. sæti yfir launa­hæstu ein­stak­linga frá því sveitar­fé­lagi.

María Ósk Krist­munds­dóttir starfar sem tölvunar­fræðingur og mánaðar­laun hennar í fyrra voru 2.087.688 krónur. Þóra Soffía Guð­munds­dóttir starfar sem læknir og var með 1.800.825 krónur í mánaðar­laun í fyrra.

Austur­glugginn birti fyrir helgi um­fjöllun sína um tekjur Aust­firðinga, sem skipt er eftir bæjar­fé­lögunum Fjarðabyggð og Múla­þing. Í um­fjöllun þeirra eru sex­tíu og tveir ein­staklingar nefndir, en þar af eru sex­tíu karlar.

Launa­hæsti ein­stak­lingurinn í sveitar­fé­lögunum tveimur var skip­stjórinn Sigurður Bjarna­son en mánaðar­laun hans í fyrra voru rétt rúmar sex milljónir, eða 6.000.168 krónur.

Fimm launa­hæstu ein­staklingarnir störfuðu allir sem skip­stjórar í fyrra en á listunum tveimur má finna ellefu ein­stak­linga sem höfðu það starfs­heiti.

Listarnir eru tveir og byggja á út­svars­skyldum tekjum Aust­firðinga og eru gögnin byggð á út­reikningum sam­kvæmt á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem lögð var fram fyrr í þessum mánuði.

Hér að neðan má sjá mánaðar­laun tíu launa­hæstu íbúa Fjarða­byggðar:

 • Sigurður Bjarna­son, skip­stjóri, 6,000,168 krónur

 • Bergur Einars­son, skip­stjóri, 5,616,248 krónur

 • Tómas Kára­son, skip­stjóri, 5,354,982 krónur

 • Kristinn Grétar Rögn­vars­son, skip­stjóri, 5,071,328 krónur

 • Sturla Þórðar­son, skip­stjóri, 4,859,958 krónur

 • Frið­rik Már Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri, 4,831,822 krónur

 • Magnús Ómar Sigurðs­son, skip­stjóri, 4,743,465 krónur

 • Hálf­dán Hálf­dánar­son, skip­stjóri, 4,722,976 krónur

 • Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri, 4,626,126 krónur

 • Hjör­var Hjálmars­son, skip­stjóri, 4,613,724 krónur

Hér að neðan má sjá mánaðar­laun tíu launa­hæstu íbúa Múla­þings:

 • Bene­dikt Lárus Óla­son, flug­stjóri, 3.465.940 krónur

 • Kjartan Lind­böl, fram­leiðslu­stjóri, 3.162.594 krónur

 • Stefán Þór Kjartans­son, stýri­maður, 3.060.642 krónur

 • Gunnar Árni Vig­fús­son, sjó­maður, 2.711.288 krónur

 • Smári Kristins­son, fram­kvæmda­stjóri ál­fram­leiðslu, 2.616.029 krónur

 • Árni Páll Einars­son, verk­fræðingur, 2.370.725 krónur

 • Krzysztof Roman Gutowski, sjó­maður, 2.326.204 krónur

 • Ó­I­afur Árni Mika­les­son, sjó­maður 2.271.191 krónur

 • Sigurður Ágúst Jóns­son, sjó­maður, 2.256.272 krónur

 • Gunn­laugur Aðal­bjarnar­son, fjár­mála­stjóri, 2.218.161 krónur

Um­fjöllun Austur­gluggans um Fjarða­byggð má finna með því að smella HÉR og Múla­þings með því að smella HÉR.