Miklar um­ræður hafa skapast í Face­book-hópnum Bak­land ferða­þjónustu vegna aug­lýsingar sem sett var þar inn. Þar óskar fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins Gáru ehf. eftir starfs­fólki til að vinna á frönsku skemmti­ferða­skipi sem verið hefur á siglingu kringum Ís­land undan­farna mánuði.

Hin um­deilda aug­lýsing.
Mynd/Facebook

Aug­lýst er eftir þremur reyndum þjónum til að starfa um borð í skipinu sem ber nafnið The Champlain frá 2. til 21. septem­ber. Þeir þurfa að vera full­bólu­settir gegn Co­vid-19 og reiðu­búnir til að taka hrað­próf áður en gengið erum borð.

Sitt sýnist hverjum í at­huga­semdum við færsluna. Þar er meðal annars spurt hvort verið sé „að mis­muna fólki eftir því hvort það gefur farið í til­rauna­bólu­setningu eða ekki.“ Þessu svarar Tanja Teresa, fram­kvæmda­stjóri Gáru játandi.

„Má þá líka aug­lýsa eftir fólki sem er í kjör­þyngd eða er á á­kveðnum kvíða­lyfjum eða er ekki skráð í þjóð­kirkjuna? Eða á raf­magns­bíl eða nagar ekki neglur.. þjóð­fé­lagið orðið klikkað,“ er spurt í annarri at­huga­semd.

„Það er ó­lög­legt að biðja um heilsu sögu fólks þegar það er ráðið í vinnu. Má þá fólk með HIV veiruna ekki sækja um? Ætlið þið að spyrja um þannig smit? Þetta er til­rauna­lyf og ef þið hafið tekið eftir að þá eru þeir bólu­settu að dreifa þessari pest hægri og vinstri. EN ÞETTA ER Ó­LÖG­LEGT sem þið eruð að gera!!“

Þessu er and­mælt í annarri at­huga­semd. „Fyrir­tæki hefur alveg rétt á þessu alveg eins og fyrir­tæki hafa rétt á að fara fram á fíkni­efna­test.“