Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hyggst ekki fara fram á gæslu­varð­hald yfir karl­manni sem hand­tekinn var í gær í tengslum við morðið í Rauða­gerði og verður honum því sleppt í dag. Frá þessu var greint íhá­degis­fréttum Bylgjunnar.

Tveir voru hand­teknir í gær vegna málsins. Hinn maðurinn hefur hins­vegar verið úr­skurðaður í gæslu­varð­hald. Báðir mennirnir eru frá Albaníu og eru á þrí­tugs og fer­tugs­aldri.

Haft er eftir Margeiri Sveins­syni, yfir­lög­reglu­þjóni hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar, að lögum sam­kvæmt megi lög­reglan að­eins halda manninum í 24 klukku­stundir þar sem ekki hafi verið farið fram á gæslu­varð­hald. Honum verður því sleppt úr haldi í dag.

Níu manns eru í haldi vegna málsins, af sjö þjóð­ernum. Segir Margeir að yfir­heyrslur hafi farið fram í gær og að þær standi enn yfir.