Einum var bjargað í kvöld eftir að snjó­flóð féll úr Traðar­gili við Búðar­hyrnu í Hnífs­dal. Hann var fluttur á sjúkra­húsið á Ísa­firði með litla á­verka.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Vest­fjörðum kemur fram að sjónar­vottar hafi séð til við­komandi á ferð í gilinu og hvernig snjó­flóðið hafi hrifið hann með sér niður hlíðina.

Eftir að út­kallið barst var hjálpar­lið ræst út á hæsta for­gangi. Fram kemur í til­kynningunni að það hafi gengið vel að finna við­komandi vegna þess að hann var með réttan út­búnað og náði að sprengja út snjó­flóða­bak­poka sem hann hafði á sér og flaut því efst á flóðinu.

Til­kynning lög­reglunnar er hér að neðan.

Lögreglan var kölluð út fyrr í kvöld, þegar að tilkynnt var um að snjóflóð hafði fallið úr Traðargili við Búðarhyrnu í...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Monday, 29 March 2021