Elisa­beth Has­lund, upp­lýsinga­full­trúi Norður­landanna hjá Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna segir að á Ís­landi sé ein­stakt tæki­færi, vegna smæðar okkar og stað­setningu, til að vera fyrst ríkja til að út­rýma ríkis­fangs­leysi.

Í janúar 2021 gerðist Ís­land aðili að samningum Sam­einuðu þjóðanna um réttar­stöðu ríkis­fangs­lausra frá 1954 og 1961 og þeir tóku gildi í apríl í fyrra. Á­samt al­þjóð­legum flótta­manna- og mann­réttinda­lögum mynda þeir al­þjóð­legan laga­ramma til að takast á við ríkis­fangs­leysi. Aðildin sem og þau fjöl­mörgu önnur skref sem Ís­land hefur tekið er talin ryðja brautina fyrir út­rýmingu ríkis­leysis í landinu og hefur þannig sett Ís­land í sér­stöðu til þess að ná að upp­ræta ríkis­fangs­leysi.

Flótta­manna­stofnun SÞ hefur allt frá árinu 2014 staðið fyrir á­taki sem ætlað er að upp­ræta ríkis­fangs­leysi á heims­vísu 2024.

„Það eru sem betur fer fáir sem koma til Ís­lands þannig það er ekki stór hópur hérna, minni­hluti, sem er ríkis­fangs­laus og réttinda­laus,“ segir Elisa­beth en sam­kvæmt þeirra skrám eru alls rúm­lega 50 ríkis­fangs­lausir ein­staklingar á Ís­landi og í gögnum Út­lendinga­stofnunar má sjá að fjöldinn er smár sem kemur á ári hverju, að­eins einn til tveir ein­staklingar.

Hún segir að skráning Út­lendinga­stofnunar sé þó ekki tæmandi því hér geti verið, til dæmis, börn sem hafði fæðst hérna en séu ríkis­fangs­laus því for­eldrar þeirra eru það líka.

„Það tekur barnið þrjú ár að vera viður­kennt sem borgari. Heildar­fjöldinn er þannig ekki bara fólk sem er að koma til landsins, heldur líka börn sem fæðast hérna,“ segir Elisa­beth.

Hún segir að einnig sé hlut­fall farand­verka­manna frá Lett­landi eða öðrum balt­neskum ríkjum ríkis­fangs­laus.

„En þegar fjöldinn er svona lítill þá er einn til við­bótar fullt,“ segir Elisa­beth.

Hér talar lögreglan í Bangladess við Róhingja sem hafa flúið til landsins. Róhingjar eru flestir ríkisfangslausir og hafa verið ofsóttir áratugum saman.
Fréttablaðið/EPA

Verkefni sem fylgja margar áskoranir

Hún segir að út­rýmingu ríkis­fangs­leysis fylgi margar á­skoranir en að það geti verið margar á­stæður fyrir því að fólk sé ríkis­fangs­laust auk þess sem að auknar líkur eru á að fólk verði fyrir of­sóknum og að réttindi þeirra séu skert þegar þau eru ríkis­fangs­laus. Hún tekur dæmi um Ró­hingja sem hafa verið of­sótt ára­tugum saman en það er einn stærsti hópur fólks í heiminum sem er ríkis­fangs­laus.

Og þetta er vanda­mál sem gæti orðið stærra?

„Það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir og það sem við viljum gera, með öðrum sam­tökum, er að eyða ríkis­fangs­leysi í heiminum. Mark­miðið eru stór og við viljum ná þessu fyrir árið 2024 og ég er oft spurð að því hvort það sé raun­hæft. Ég svara því þannig að það sé enn mikið verk að vinna og að lönd þurfa að gera sitt. Vanda­málið er mann­gert og það er hægt að leysa það með pólitík og stefnu­mótun. Við þurfum breytta lög­gjöf og það tekur auð­vitað tíma,“ segir Elisa­beth og að víða í heiminum sjái þau mark­tækar breytingar á lög­gjöf sem hjálpi mikið. Hún nefnir sem dæmi að börn séu skráð strax við fæðingu eða komu til lands og að leið fólks að því að öðlast ríkis­fang sé skýr og greið.

„Við sjáum þróun og að það er búið að taka skref svo að hópar sem áður voru ríkis­fangs­lausir eigi nú ríkis­fang. Hópar fólks sem hafa búið í ein­hverju á­kveðnu landi um langa hríð og aldrei verið viður­kenndir borgarar eru nú að fá ríkis­fang og skjöl. Það er á­stæða til að vera bjart­sýnn um fram­farir en á sama tíma mikil­vægt að viður­kenna samt að það er mikið verk ó­unnið,“ segir Elisa­beth.

Kynbundin mismunun endar í ríkisfangsleysi

Hún segir að fyrir Ís­land sé tæki­færið til að út­rýma ríkis­fangs­leysi gott því hér sé fá­mennur hópur sem auð­velt er að finna og að­stoða.

„Ís­land getur orðið fyrsta landið í Evrópu til að eyða ríkis­fangs­leysi eða að takast a við öll til­fellin sem þar eru,“ segir hún en á­réttar þó að það séu á­kveðin skref sem þarf að taka svo það gerist og að það sé ekki endi­lega ein eða sama lausnin sem henti öllum ríkjum. Það sé þó mikil­vægt að byrja á því að taka laga­leg skref og fagnar því að hér á Ís­landi sé sú veg­ferð hafin.

Hún segir að börn séu í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu, sér­stak­lega hjá fólki á flótta, en tekur þó sem dæmi að enn séu um 20 lönd í heiminum þar sem að barn getur að­eins fengið ríkis­borgara­rétt sinn frá föður sínum. Ef að hann er ekki á staðnum við fæðingu, eða til staðar, þá verður barnið sjálf­krafa ríkis­fangs­laust í stað þess að fá sama ríkis­borgara­rétt og mamma sín.

„Þetta er kyn­bundin mis­munun í lög­gjöf landanna sem þýðir að sum börn fæðast ríkis­fangs­laus.“

Fyrir okkur sem eigum vega­bréf er erfitt að skilja og ná utan um hvað þetta þýðir.

Þá segir hún að í sumum löndum sé þess krafist að börn séu skráð í sendi­ráði eða konsúlati við fæðingu en þegar langt er þangað þá fari for­eldrar oft ekki með börnin til að skrá þau. Eða að þau séu ekki virk vegna á­taka eða annars.

„Þetta sýnir okkur hvernig ríkis­fangs­leysi getur verið al­var­leg af­leiðing ein­hvers sem er alveg fyrir utan stjórn fjöl­skyldunnar,“ segir Elisa­beth.

Eins og fyrr segir stefnir Flótta­manna­stofnun SÞ að því að út­rýma ríkis­fangs­leysi fyrir 2024 en Elisa­beth bendir á að eitt af því sem geti staðið í vegi fyrir því sé hrein­lega van­þekking al­mennings á vanda­málinu.

„Fyrir okkur sem eigum vega­bréf er erfitt að skilja og ná utan um hvað þetta þýðir. Það eru auð­vitað alls­konar praktískar af­leiðingar af því að vera ekki með pappíra, og það er eitt, en svo geta þessu fylgt brot á réttindum og of­beldi. En hluti af þessu er and­legt fyrir fólk. Að til­heyra hvergi. Það er ekkert land sem viður­kennir þig eða kallar þig borgara þess. Jafn­vel þótt þú hafðir fæðst þar og hafir búið þar allt þitt líf. Her­ferðin snýst um að heimurinn viti af þessu og vinni að því að breyta þessu og það þarf pólitískan vilja til þess að gera það.“

Hún segir að Flótta­mann­stofnunin fagni vilja ís­lenska ríkisins til breytinga og að þau hvetji þau á­fram í þeim verkum.

„Hingað til er þetta ekki bara undir­skrift því við höfum sé hvernig það hefur verið lögð á­hersla á þetta á Ís­landi. Í bæði laga­breytingum en líka í góðu sam­tali okkar við yfir­völd um hvernig eigi að færa góðu orðin af blaðinu þannig að þau sem eru á landinu, og eru ríkis­fangs­laus, njóti þess. Við vonumst í fram­haldinu eftir því að fjöldanum fari fækkandi,“ segir Elisa­beth.

Hér fagna konun sem tilheyra Shona samfélaginu því að fá ríkisborgararétt í Kenía. Sama dag fengu um 900 einstaklingar sem tilheyra Shona samfélaginu ríkisborgarrétt en þau höfðu í áratugi verið ríkisfangslaus.
Fréttablaðið/EPA

Hvert mál sé skoðað

Vala Karen Viðars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags Sam­einuðu þjóðanna á Ís­landi segir að mikil­vægt sé að halda utan um þennan hóp fólks hér á landi, að það sé tryggt að lögum sé fylgt, að hvert mál sé skoðað og að allt sé gert til að reyna að brjóta þennan víta­hring.

„Með því að tryggja að börn séu ekki ríkis­fangs­laus og með því að stytta þann tíma sem þau bíða ríkis­fangs­laus. Ríkis­borgara­réttur og fæðingar­skráning eru ná­tengd fé­lags­legum og efna­hags­legum réttindum, rétt til heil­brigðis og menntunar. Skortur á ríkis­borgara­rétti leiðir þannig til frekari erfið­leika til þess að afla nauð­syn­legra skjala og hafa að­gang að grunn­þjónustu. En eins og Elisa­beth segir, það þarf pólitískan vilja til þess að vilja takast á við þetta. Eitt­hvað hefur breyst í þessum efnum síðustu ár, breyting á lögum og fleira, en við getum gengið enn lengra. Til þess þarf á­kveðna vitundar­vakningu og fræðslu sem leiðir til hvatningar á stjórn­völd til þess að beita fyrir sér frekari að­gerðir í upp­rætingu ríkis­fangs­leysis.“

Er það raun­veru­legur mögu­leiki?

„Á al­þjóða­vísu hefur, til dæmis, UNICEF brýnt lengi fyrir mikil­vægi fæðingar­vott­orða. Þetta er löng og erfið bar­átta, en við verðum að hefja hana ein­hvers staðar og Ís­land er þar í al­gjörri sér­stöðu og með raun­veru­lega mögu­leika í nánustu fram­tíð til þess að upp­ræta ríkis­fangs­leysi, bæði með fyrir­byggjandi að­gerðum sem tengjast getu stjórn­valda en einnig að fylla upp í eyður í stefnu um ríkis­borgara­rétt. Við trúum því að ef sá vilji sé fyrir hendi að þá sé það raun­veru­legur mögu­leiki,“ segir Vala Karen.

Mikilvægt að umræðan sé lifandi

Spurð hvert hlut­verk Fé­lags Sam­einuðu þjóðanna sé í þessu máli segir hún þeirra mark­mið að fræða og halda mál­efninu lifandi með um­ræðu og um­fjöllun.

„Við erum ein­mitt í gegnum UNESCO-skóla­verk­efnið að vinna að út­gáfu fræðslu­efnis fyrir skóla á öllum aldurs­stigum sem snýr að fræðslu um flótta­fólk og ríkis­fangs­leysi. Með því að tala um þessi mál­efni og að fræða börn og al­menning í landinu leggjum við grund­völl að betra sam­fé­lagi, sýnum mikil­vægi sam­vinnu og vilja til þess að allir fái að njóta réttinda sinna, sama hver það er og sama hvar,“ segir Vala Karen.

Hún á­réttar að fyrir hendi er mikil­vægt tæki­færi fyrir ís­lenska ríkið til að verða fyrsta þjóðin í Evrópu til að upp­ræta ríkis­fangs­leysi.

„Þetta er ekki auð­veld­lega fram­kvæmt, það krefst mikillar vinnu laga­lega séð, vinnu sem nú þegar er hafin. Að­eins eitt ríki í heiminum hefur náð að upp­ræta ríkis­fangs­leysi, Kyrgistan. Þar leystu þau málin á þann hátt að flestir ríkis­fangs­lausra fengu að­stoð við fæðingar­skráningu, stað­festingu eða breytingu á ríkis­borgara­rétti og urðu þeir full­gildir borgarar. Vinna við að finna og skrá fólk án sönnunar á þjóð­erni eða ríkis­borgara­rétts féll á sveitar­fé­lög og borgara­sam­fé­lagið. Lög­fræði­sam­tök veittu meira en 10.000 manns ó­keypis lög­fræði­að­stoð yfir fjögur ár,“ segir Vala Karen en bendir þó á að þessu hafi líka fylgt ýmis vanda­mál eins og að hópar í dreif­býli hafa að­gengi að skil­virkri þjónustu.

„Út­gáfa fæðingar­vott­orða er og mun vera á­fram það sem skiptir gríðar­legu máli til þess að fyrir­byggja og upp­ræta endan­lega ríkis­fangs­leysi. Og þar er Ís­land í sér­stöðu, í fá­mennu landi þar sem vel er haldið utan um fæðingar, hvort sem um ræðir í þétt- eða dreif­býli.“

Fram kemur á vef fé­lags Sam­einuðu þjóðanna á Ís­landi að megin­hlut­verk Flótta­mann­stofnunar SÞ er að tryggja réttindi flótta­manna og hælis­leit­enda. Auk þess er hlut­verkið það að verja líf þeirra sem hafa neyðst til að flýja. Saman með sam­starfs­aðilum, ríkjum og ýmsum sam­fé­lögum vinnur stofnunin að því að allir hafi rétt til hælis, tryggja þarf rétt flótta­manna og hælis­leit­enda til að finna öruggt skjól í öðru ríki. Þá vinnur hún einnig að því að finna varan­legar úr­lausnir á mál­efnum flótta­manna um allan heim.

Þar kemur einnig fram að Ís­land leggur fjár­muni til Flótta­manna­stofnunar SÞ með reglu­bundnum fram­lögum. Árið 2016 fjór­faldaði Ís­land stuðning sinn en það ár var veitt hæsta fram­lag sem Ís­land hafði veitt þangað til. Á árunum 2010 til 2019 gaf Ís­land rúm­lega 358.699.801 krónur til stofnunarinnar sam­kvæmt opena­id.is, en þess að auki hafa fram­lög aukist eftir 2019, en utan­ríkis­ráðu­neytið til­kynnti í októ­ber 2020 um 80 milljóna króna fram­lag til sam­takanna vegna á­standsins í Níger, Malí og Búrkína Fasó.