Norska lýð­heilsu­stofnunin til­kynnti í dag að er­lendur ein­stak­lingur sem heim­sótti Ósló dagana 6. til 10. maí hafi greinst með apa­bólu eftir að við­komandi sneri aftur til heima­lands síns. Norski miðillinn VG greinir frá þessu.

Borgar­stjórn Ósló hefur hafið smitrakningu og vinnur með lýð­heilsu­stofnuninni við að kort­leggja hverjir gætu hafa orðið fyrir smiti. Sá sýkti er farand­verka­maður frá Evrópu­landi þar sem mikið hefur verið um apa­bólu­smit.

Norska lýð­heilsu­stofnunin mun hafa sam­band við þau sem urðu út­settir fyrir smiti og mun biðja þau um að fylgjast með ein­kennum.

„Það er ekki ó­vænt að fólk sem hafi smitast af apa­bóli hafi verið í Noregi og heil­brigðis­kerfið verður að vera við­búið því,“ segir Preben Aavits­land, yfir­læknir hjá Norsku lýð­heilsu­stofnuninni.

Sjúk­dómurinn er vægur og flestir sem sýkjast ná sér án með­ferðar innan nokkurra vikna.