Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðaróhapp rétt fyrir miðnætti. Bifreiðin hafði ekið á umferðaskilti Í Hlíðahverfi. Þá segir að ökumaður hafi gengið á brott frá vettvangi.

Einstaklingur var handtekinn skammt frá. Þegar flytja var hann í fangaklefa brást hann við með hótunum við lögreglumenn og verður hann ákærður fyrir hótanirnar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hafði lögregla afskipti á þremur ökumönnum sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða vímuefna.

Eitt atvikið var vegna umferðaróhapps sem var tilkynnt um klukkan eitt í nótt. Ökumaðurinn hafði

ekið á kyrrstæðan bíl í miðbæ Reykjavíkur og ekið á brott. Hann var stöðvaður skömmu sínar og var handtekinn og vistaður í fangaklefa.