Sjúk­ling­ur með Covid-19 lést í gær.

Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali við Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans. Hægt að nálgast viðtalið í heild sinni á Face­booksíðu Vilj­ans.

Þetta er þriðja andlátið á stuttum tíma, en tveir einstaklingar á níræðisaldri létust með Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Þá lést karlmaður á sjötugsaldri 4. janúar síðastliðinn.

Alls hafa nú 42 einstaklingar látist vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs.