Úlfar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suðu­er­nesjum, segir það verk­efni lög­fræðinga að takast á um hvort tak­markanir við gos­stöðvarnar séu í sam­ræmi við lög. Hann segir lög­reglustjóra stundum þurfa að grípa til að­gerða sem eru ekki vin­sælar en Al­manna­varnir á­kváðu í dag að meina börnum yngri en tólf ára að ganga að gos­stöðvunum.

„Lög­fræðingar geta tekist á um það annars staðar en hjá mér. Þetta er auð­vitað bara opið í alla enda og ég veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður. Svo er á auð­vitað út­færslan bara eftir að koma í ljós. Það er lokað hjá okkur núna og fram á morgun­daginn,“ segir Úlfar í sam­tali við Frétta­blaðið.

„23. greinin er sú laga­grein í al­manna­varna­lögum sem ég vísa til. Hún auð­vitað nefnir bara dæmi og er dá­lítið loðin og teygjan­leg. En það er aftur á móti bara fyrir lög­reglu­stjórann sem ber á­byrgð á að­gerðum að ein­staka sinnum þarf hann að grípa til að­gerða sem eru kannski ekki alveg vin­sælar, en eftir sem áður nauð­syn­legar til þess að hafa ein­hverja stjórn á að­stæðum,“ bætir hann við.

Allir sammála um að fara þessa leið

Spurður um hvernig Al­manna­varnir komust að niður­stöðu með þennan til­tekna aldur, segir Úlfar það hafi verið gert í sam­ráði við aðra við­bragðs­aðila.

„Inn á fundi við­bragðs­aðila þá eru auð­vitað mjög reynslu­miklir göngu­menn og þetta er niður­staða úr því spjalli. Lög­reglu­stjóri leggur þessa til­lögu til og hún er sam­þykkt ein­hljóða. Það er allir sam­mála að gera þetta með þeim hætti sem síðan var til­kynnt um. Það er auð­vitað alltaf mats­at­riði hvað börn geta verið ung en menn eru sam­mála um það að þegar við erum að tala um þessa svo­kölluðu A-leið þá er þetta löng leið að fara. Við erum að tala um að lág­marki ein­hverja 4 tíma á göngu í erfiðu lands­lagi og hækkun sem telur ein­hverja þrjú hundruð meta. Þess vegna miðum við við tólf ár en þetta er náttúru­lega bara mikið mats­at­riði,“ segir Úlfar.

„En eins og ég sagði áðan þá eigum við eftir að út­færa þetta en skila­boðin eru þess að þetta er í raun og veru ekkert svæði fyrir börn. Þetta er bara sú reynsla sem við lesum út úr síðustu dögum, þetta hefur bara verið tæpt oft á tíðum. En auð­vitað mega menn takast á um þetta og hafa skoðun á þessu.“

„Ég tala um í til­kynningunni að eftir­lit verði á Suður­stranda­vegi en þetta er allt saman breytingum háð. En skila­boðin eru auð­vitað alveg skýr að for­eldrar fari ekki með börnin þarna upp að gos­stöðvunum,“ segir Úlfar og bætir við að til­kynningin stendur fyrir sínu en síðan verður á­standið endur­skoðað með við­bragðs­aðilum eftir veðri.